Komdu þér á kortið! - Halldór Arinbjarnarson

Kort gegna lykilhlutverki í öllu daglegu lífi okkar og erfitt að hugsa sér ferðaþjónustu án þeirra. Í nýjasta þætti af Ferðalausnir - stafræn tækifæri fer Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, yfir hvernig fyrirtæki skrá sig á Google Maps og hvernig hægt er að nota þá skráningu sem lið í markaðsstarfi.

Til að komast á kortið er notuð ókeypis þjónusta sem kallast Google My Business. Í myndbandinu fer Halldór í nokkrum einföldum skrefum yfir hvernig fyrirtæki eru skráð á Google Maps og skráningin síðan virkjuð.

Your comment